Aron Can er búinn að vera 334 daga á macros og það hefur virkað vel fyrir hann og segir það ekki bara til að komast í gott form heldur til að hafa orku og endast lengur yfir daginn. Macros snýst um það að þú lærir með tímanum hvað þú þarft. Aron segist núna ekki þurfa að draga fram vigtina í einhvern tíma því hann veit hversu mikið hann þarf að borða og getur þannig haldið sér við. „Ég ætl að fara að hækka tölurnar mínar núna og þá heyri ég í Inga og hann sendir mér nýjar tölur. Þetta er svo mikið teamwork, að tala við einhvern annan um það hvernig gengur og hver markmiðin þín eru“.