Grunnnámskeið ITS Macros

Næstu námskeið eru klár og þú getur valið dagsetningu sem hentar þér. Tryggðu þér pláss!

Við byrjum öll námskeið með ONLINE undirbúningsfundi sem haldinn er í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudag fyrir upphafsdag. Fundarboð og aðgangur að appi verður sent út á netfang (gmail) þátttakenda daginn áður.

Daginn sem þú byrjar svo fjörið er svo annar fundur um kvöldið (21:00) þar sem farið verður yfir helstu atriði í notkun á My Fitness Pal.

Æfingaprógram fylgir með nýskráningum

Öllum Macros grunnnámskeiðum fylgir 8 vikna æfingaprógramm frá Ingu Þóru Ingadóttur. Inga er íþróttafræðingur og einkaþjálfari og margreyndur keppandi í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla og þannig að þú þurfir lágmarksbúnað.