
Hvað er ITS Macros ?
Macros er stytting á ‘macronutrients’ en það eru grunnorkuefni líkamans: prótein – fita – kolvetni – og við neytum þeirra í réttu hlutfalli við okkar þarfir og markmið.
Hundruðir viðskiptavina hafa nýtt sér þjónustu okkar hvort sem það er til að létta sig, auka vöðvamassa, bæta orku og þrek, bæta sig í sinni íþrótt eða áhugamáli, byggja upp meira sjálfstraust og starfsþrek, vinna að jákvæðri hugsun og umfram allt auka þekkingu á næringu.
Við hvetjum þig og leiðbeinum á þessu lærdómsríka ferðalagi.
Vertu með í okkar frábæra hópi.
ÉG ER BYRJANDI
Ef þú ert að byrja að telja Macros og hefur ekki verið hjá okkur áður þá er þetta rétti staðurinn.
VIÐ ERUM TVÖ
Paranámskeiðin okkar eru líka grunnur en með aðeins öðruvísi nálgun, því það er lærdómsríkt og gefandi að tækla þessi verkefni saman.
Ég er 50+
Grunnur fyrir þá sem eru etv. komnir af léttasta skeiði en vilja fræðast um næringu, fá aukna orku og úthald.
ÉG KANN Á MACROS
Ef þú hefur verið að telja Macros en hefur ekki verið hjá okkur áður þá skaltu skoða þetta.
ÉG ÆTLA ALDREI AÐ HÆTTA!
Ef þú ætlar að vera með okkur til lengri tíma þá bjóðum við upp á alls konar leiðir sem henta þér. Við tökum vel á móti þér.

Æfingaprógram fylgir með nýskráningum
Öllum Macros grunnnámskeiðum fylgir 8 vikna æfingaprógramm frá Ingu Þóru Ingadóttur. Inga er íþróttafræðingur og einkaþjálfari og margreyndur keppandi í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla og þannig að þú þurfir lágmarksbúnað.
Einstakt lausnamiðað samfélag
Frábært teymi sem hugsar vel um þig!
ITS Macros teymið eru íslandsmeistarar, og þó víðar væri leitað, í peppi. Við höfum mikla reynslu á að svara öllum spurningum og leggjum áherslu á að vera til staðar fyrir þig þegar þú þarft á að halda. Ferðalagið er ekki einfalt en við þekkjum holurnar á leiðinni og saman getum við náð ótrúlegum árangri.
Við segjum þér ekki hvað þú átt að borða – en við getum komið með allskonar tillögur ef þú ert í vafa.
ITS Macros vörur
Í samstarfi við HVerslun bjóðum við ITS Macros sérmerktan varning á góðu verði.