
Hvað er ITS Macros ?
Macros er stytting á ‘macronutrients’ en það eru grunnorkuefni líkamans: prótein – fita – kolvetni – og við neytum þeirra í réttu hlutfalli við okkar þarfir og markmið.
Hundruðir viðskiptavina hafa nýtt sér þjónustu okkar hvort sem það er til að létta sig, auka vöðvamassa, bæta orku og þrek, bæta sig í sinni íþrótt eða áhugamáli, byggja upp meira sjálfstraust og starfsþrek, vinna að jákvæðri hugsun og umfram allt auka þekkingu á næringu.
Við hvetjum þig og leiðbeinum á þessu lærdómsríka ferðalagi.
Vertu með í okkar frábæra hópi.

Æfingaprógram fylgir með nýskráningum
Öllum Macros grunnnámskeiðum fylgir 8 vikna æfingaprógramm frá Ingu Þóru Ingadóttur. Inga er íþróttafræðingur og einkaþjálfari og margreyndur keppandi í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla og þannig að þú þurfir lágmarksbúnað.
Reynslusögur af ITS Macros
Dæmi um góðan árangur hjá ITS Macros
Einstakt lausnamiðað samfélag
Frábært teymi sem hugsar vel um þig!
Við segjum þér ekki hvað þú átt að borða – en við getum komið með allskonar tillögur ef þú ert í vafa.
ITS Macros vörur
Í samstarfi við HVerslun bjóðum við ITS Macros sérmerktan varning á góðu verði.