Hvernig virkar þetta?

Hreyfing

 

– Tvö æfingaprógröm

 

Í appinu okkar hefur þú aðgengi að tveimur frábærum æfingaprógrömum.

  • Æfingaprógram fyrir þá sem eru nokkuð vanir að æfa. Programið er með lágmarks búnaði og í raun hægt að æfa nánast hvar sem er.
  • Æfingaprógram fyrir þá sem eru að byrja aftur eftir pásu eða þá sem eru komnir á aldur og treysta sér ekki í erfiðar æfingar til að byrja með.

Æfingaprógrömin eru samin af Ingu Þóru Ingadóttur. Inga er íþróttafræðingur og einkaþjálfari og margreyndur keppandi í hinum ýmsu íþróttagreinum.

 

– Hlaupaprogram

Auk þess erum við með 8 vikna hlaupaprógram sem samið er af hinni mögnuðu Silju Úlfarsdóttir. Programið er alveg kjörið fyrir þá sem vilja bæta hlaupagetu eða koma sér af stað í hlaupin. 

Teygjur og liðkun

Við vitum öll að liðleiki er mikilvægur. Í programinu okkar hefur þú aðgengi að stuttum myndböndum sem sýna þér frábærar teygjuæfingar sem hægt er að gera heima í stofu. 

Auk þess erum við með frábær lengri mobility myndbönd sem hjálpa þér í gegnum liðkun axla og brjóstbaks með 17 min langri mobility rútínu sem þú átt eftir að elska og hinsvegar Liðkun mjaðma og hryggs sem er 13 min. Þetta eru afar vönduð myndbönd sem hafa reynst okkar fólki afar vel. 

– Hreyfiáskoranir

Við elskum hreyfingu og gerum eins og við getum til þess að efla okkar fólk í að hreyfa sig og njóta þess. Við erum með magnað facebook samfélag og þar sem við setjum í loftið allskonar hreyfiáskoranir sem hefur skilað frábærum árangri. 

– Facebook hreyfihópur

Við auðvitað hreyfum okkur saman líka!! Við erum með geggjaðan hreyfihóp á facebook þar sem við leggjum fyrir hreyfiverkefni, æfingar, áskoranir og fleira. Þarna póstar svo okkar fólk sinni hreyfingu og við fáum að fylgjast með hvert öðru og veita innblástur og hvatningu.

 

Hugarfar

 

– Verkefni

Fá upphafi höfum við einblínt mikið á hugarfar í okkar þálfun. Í hverri viku þarftu að vinna nokkur verkefni sem bitast í appinu okkar sem eru hugsuð til þess að bæta þína andlegu heilsu og efla þitt hugarfar. Þessi verkefni hafa fengið afar góðar viðtökur og erum við mjög stolt af því.

– Öndun

Við erum stolt af því að segja frá því að í appinu okkar er frábært 5 min myndband þar sem Unnar Helgason osteopati fer yfir grunnþætti í öndun og öndunaræfingu. 

– Peppfundir

Á hverri önn eru fjöldin allur af peppfundum sem eru um klukkustund í senn. Fundirnir eru oftast á þri- eða miðvikudagskvöldum kl. 20:30. Á þessum fundum er mikið verið að tala um hugarfar. Oftar en ekki setjum við okkar fólki fyrir einhver lítil verkefni sem snú að aukinni hreyfingu, verkefnum eða ákvðinni hugsun eða fókus punktum til skemmri tíma.

 

Næring 

ITS notast við macros hugmyndafræði. Við segjum þér ekki hvað þú átt að borða heldur hversu mikið. Það er svo þitt val hvað þú kýst að borða. Í appinu okkar eru að sjálfsögðu mikið af uppskriftum og hugmyndum. Auk þess hefur þú aðgengi að fræðslu frá næringarfræðing um orkuefnin, þarmaflóruna og fleira. Næringarfræðingur ITS Macros er Thelma Rún Rúnarsdóttir og sér hún um fræðsluhlutann þegar kemur að næringu. 

Í 8 vikur viktum við og skráum það sem við borðu yfir daginn og reynum að borða rétt magn miðað við það magn sem við ákvörðum. 

Við notumst við MyFitnessPal appið (premium útgáfuna) þar sem þú skráir inn það sem þú borðar yfir daginn. Hver og einn viðskiptavinur fær sínar tölur sem miðast við forsendur hvers og eins. Þar er horft í aldur, kyni, hæð, þyngd og hreyfingu hvers og eins.

Með því að vigta og skrá það sem þú borðar í ákveðin tíma myndast mikill stöðugleiki og þekking. Þú borðar rétt magn í réttum hlutföllum. Okkar hugsun er í grunninn sú að þú ræður og berð ábyrgð á því hvað þú borðar yfir daginn og í raun getur þú komið hverju sem er inn ef tölurnar “leyfa”. Þannig myndast ákveðinn sveigjanleiki á milli daga svo ef þig langar að fá þér eitthvað gott þá er það hægt ef þú sparar fyrir því. Því er auðveldara að halda sig við þetta mataræði til lengri tíma þar sem ekkert er í raun bannað. 

Þannig hafa okkar viðskiptavinir náð að endast í lengri tíma en í fyrri lífsstílsbreytingum og er það einmitt stóri lykillinn að því að ná árangri, að endurtaka og endast. Hins vegar er lögð mikil áhersla á að vanda valið og fá þannig sem mest út úr þessu ferli, læra sem mest og tileinka sér sem flest nýtt.