Hvernig virkar þetta?

ITS notast við macros hugmyndafræði þar sem við einbeitum okkur að því að vigta og skrá niður allt sem við borðum yfir daginn og vinna með ákveðin grömm af næringarefnum: kolvetnum, próteinum og fitu á dag. Þetta gerum við í amk. 2 mánuði / 8 vikur. Það er að sjálfsögðu í boði að halda áfram eins lengi og hver og einn kýs og stór hluti viðskiptavina okkar hefur verið með okkur nánast frá upphafi.

Við notumst við MyFitnessPal appið (premium útgáfuna) þar sem þú skráir inn það sem þú borðar yfir daginn. Hver og einn viðskiptavinur fær sínar tölur sem eru sérsniðnar að markmiðum, aldri, kyni, hæð, þyngd og hreyfingu hvers og eins.

Hvað á ég að borða?

Við segjum þér ekki hvað þú átt að borða, heldur hve mikið og í hvaða hlutföllum. Flest erum við nokkuð meðvituð um hvað flokkast undir hollt og óhollt en samt náum við ekki þeim árangri sem okkur dreymir um. Þess vegna getur stöðugleiki, rétt magn og hlutföll breytt leiknum. Okkar hugsun er í grunninn sú að þú ræður og berð ábyrgð á því hvað þú borðar yfir daginn og í raun getur þú komið hverju sem er inn ef tölurnar “leyfa”.

Þannig hefur myndast ákveðinn sveigjanleiki á milli daga svo ef þig langar að fá þér eitthvað gott þá er það hægt ef þú sparar fyrir því. Því er auðveldara að halda sig við þetta mataræði til lengri tíma þar sem ekkert er í raun bannað. Þannig hafa okkar viðskiptavinir náð að endast í lengri tíma en í fyrri lífsstílsbreytingum og er það einmitt stóri lykillinn að því að ná árangri, að endurtaka og endast. Hins vegar er lögð mikil áhersla á að vanda valið og fá þannig sem mest út úr þessu ferli, læra sem mest og tileinka sér sem flest nýtt. Við leggjum til dæmis áherslu á að fólk borði ákveðið magn af trefjum yfir daginn. Til þess að ná sem mestum árangri skipta gæðin máli.

Lífsstíll en ekki kúr

Þú færð því ekki matseðil, enda er það okkar skoðun að fólk nennir bara í takmarkaðan tíma að borða mataræði einhvers annars. Markmið okkar er að þú bætir og masterir ÞITT mataræði og þannig nærðu að halda þínu striki mun lengur og á endanum verður þetta þinn lífsstíll. Með því að vinna með tölur og læra á innihaldslýsingar lærir þú að vega og meta hverju þú vilt halda inni, bæta við og henda út . Þetta er í rauninni þitt nám í næringu og það sem þú lærir á þessum tíma fylgir þér áfram.

TÖLUR LJÚGA EKKI
Ástæðan fyrir því að telja macros virkar jafn vel og raun ber vitni er sú að þetta eru tölur, þetta er mælanlegt. Þetta er bókhald yfir þína næringu yfir daginn. Ef þú passar upp á að fylgja tölunum og nýta þær á þann hátt sem þú kýst munt þú ná árangri.

Vandað æfingaprógram fylgir öllum nýskráningum

Inga Þóra bjó til frábært æfingaprógram fyrir alla þá sem eru að hefja sitt 8 vikna ferðalag með okkur. Prógramið hentar öllum, hvort sem þú ert að byrja og hefur áhuga á að bæta við hreyfingu eða þá þeim sem eru að æfa mikið fyrir og vilja fá vandaðar og úthugsaðar auka æfingar.