Kristín Sif er búin að vera telja macros í 4 ár og finnst það algjör “gamechanger”. Unnar er styrktarþjálfari minn í boxinu og hann tengdi mig við Inga Torfa og þannig byrjaði ég í ITS. Það var eftir svona 6-8 vikur sem ég byrjaði að finna rosa góðan mun á orkunni. Það sem er svo gott við að telja macros er að maður helst í þessu, það er alveg sama þó að þú misstígir þig þá eyðileggur þú ekki allt, þú bara heldur áfram. Þannig að þetta er miklu meiri lífsstíll og allur lærdómurinn sem þú færð í gegnum prógrammið er „for life“. Það sem er gott við macros er það að þú getur alltaf haldið áfram sama hvort þú ert að fara í frí eða dettur út í viku eða mánuð eða 6 mánuði. Eða hvort þú heldur bara alltaf áfram. Þetta er lærdómur sem lifir alltaf með þér.“