Aron Mola er búin að vera á macros í 1,5 mánuð. „Ég sá árangurinn hjá Aroni Can og spurði hann What is the secret? Og hann sagði Macros hjá Inga Torfa. Ég var ekki lengi, fór bara á instagram, sendi Inga DM og svaraði strax og sagði að það er akkúrat námskeið að byrja á morgun, það er fundur annað kvöld, þannig að ég var bara strax kominn inn í kreðsuna. Helsti munurinn á ITS Macros og einhverjum öðrum kúrum er eftirfylgni. Kannski klisjukennt að segja þetta en þetta er lífsstíll, en það er það sem þetta er. Þú ert að borða hvað sem er, skiptir ekki máli hvað það er, svo lengi sem þú vigtar ofan í þig og það fittar macrosunum þínum þá skiptir engu máli hvað þú borðar. Ef ég á fullt af einingum eftir á kvöldin þá get ég fengið mér brauð með nutella, eða ég get fengið mér nammi – kannski ekki það hollasta fyrir líkamann en ég GET fengið mér það, skiptir ekki máli.“