Greta Salóme er búin að vera á macros í 1 ár. “Það sem hefur komið mér mest á óvart er frelsið sem felst í því að hugsa um mat sem næringu og bensín og losna við þessa hræðslu við að borða of mikið af mat eða ákveðna tegund af mat. Ég var kannski heppin að vera tónlistarkona í heimsfaraldri og hafði þannig kannski meiri tíma en margir aðrir til að vigta matinn minn og spá í þetta. Það helsta sem vinir og fjölskylda sögðu var bara að þau höfðu aldrei séð mig borða svona mikið. Ég komst að því að ég hafði kannski verið að lifa á 7-800 kaloríum á dag þegar ég átti að vera að borða kannski 1600. Það var það sem mér fannst erfiðast að komast yfir en um leið og ég var komin yfir það þá fann ég bara að líkaminn kallaði á þessa næringu og hvað hann svaraði þessari auknu næringu sem hann var að fá vel.“