Telma Fanney byrjaði á macros fyrir 1 ári síðan. “Árangurinn er alveg magnaður. Ég er búin að upplifa algjört frelsi og miklu heilbrigðara samband við mat. Það er svo frelsandi að geta borðað helling af kolvetnum og nóg af næringu en samt verið að fá betri árangur. Ég var komið í hálfgert svelti ástand þar sem ég var að borða allt of lítið á virkum dögum og svo allt um helgar. Nú er ég með miklu meiri stöðugleika og árangurinn er bara alveg magnaður. Fyrstu fjórar vikurnar voru mjög krefjandi, ég náði ekki þessum núllum sem allir voru að tala um og var alltaf að senda á Inga, ég hélt að ég gæti þetta ekki. Hann og þau peppuðu mig alltaf og svo bara einhvernvegin small þetta og árangurinn byrjaði að tikka, ég fékk miklu meiri orku, meiri afköst á æfingum og bara líkamlega ástandið var miklu betra ásamt andlegu hliðinni. Þá var ég bara algjörlega seld og hef ekki hætt síðan þá.“