Ívar Guðmunds byrjaði á macros í janúar 2021. „Ég er búin að prufa margt í gegnum tíðina þar sem ég er búinn að vera tengdur við heilsugeirann í áratugi. Það sem breyttist helst við að fara á macros var að allt í einu þurfti ég að fara að borða miklu meira en ég hafði gert og ég bæði léttist og varð orkumeiri. Konan mín var spennt fyrir því að fara á þetta og ég hugsaði bara, þú getur ekki verið að fara á þetta ein, ég kem bara með, og ég sé ekki eftir neinu með það. Þetta var fyrst svolítið erfitt þegar maður þurfti að mæla og vigta allt, en um leið og maður komst upp á lag með þetta og kom sér upp rútínu þá fattaði ég að ég þurfti ekki að sleppa neinu, þurfti ekki að neita mér um neitt og það finnst mér mjög gott fyrir mig því ég elska að borða. Það eina sem ég þurfti að gera var að breyta örlítið til í mataræðinu og þá svona einhvernvegin small þetta saman. Mesta breytingin fyrir mig var að orkustigið var þannig að ég var ekkert búinn á því í lok dags eins og maður var áður.“