Grunnþjálfun

34.900 kr.

Vörunúmer: ITS-GRUNN Flokkur:

Lýsing

ITS notast við macros hugmyndafræði þar sem við einbeitum okkur að því að vigta og skrá niður allt sem við borðum yfir daginn og vinna með ákveðin grömm af næringarefnum: kolvetnumpróteinum og fitu á dag. Þetta er 8 vikna námskeið sem hefst með 1.5 klst löngum fyrirlestri vikunni á undan. Þú færð aðgang að okkar glænýja Appi sem heldur utan um ferðalagið þitt og þar svarar þú grunnupplýsingum um sjálfa/n þig og færð þín macros.

Við notumst við MyFitnessPal appið (premium útgáfuna) þar sem þú skráir inn það sem þú borðar yfir daginn. Hver og einn viðskiptavinur fær sínar Macrostölur sem eru sérsniðnar að markmiðum, aldri, kyni, hæð, þyngd og hreyfingu.

Eftirfarandi námskeið eru í boði og eru fundir fyrir hvert námskeið. Fundarboð og aðgangur að appinu verður sent á netfang þátttakenda fyrir fundinn. Upphafsfundurinn er í vikunni áður en námskeiðið byrjar (lang oftast á sunnudögum) en þessar upplýsingar koma fram í upphafspóstinum sem kemur áður en námskeiðið byrjar. Sjá dagsetningar á námskeiðum í fellistiku.

Eftir grunnnámskeið bjóðum við uppá framhaldsþjálfun í ýmsu formi og hafa langflestir viðskiptavina okkar kosið að halda áfram.

Frekari upplýsingar

Dagsetning

6. maí 2024