Sigrún Pálsdóttir er búin að vera á macros í næstum ár. „Þetta er klárlega það besta sem ég hef gert. Þetta hefur kennt mér svo ótrúlega mikið og ég bara gæti ekki mælt meira með þessu. Samfélagið á instagram leit svo vel út að ég ákvað að prófa og sé ekki eftir því. ITS samfélagið er svolítið eins og költ, á góðan hátt. Þú hefur alltaf stuðninginn, þú getur alltaf leitað til næstu manneskju með spurningar, ráðleggingar, pepp og bara hvað sem er. Það eru allir í þessu saman og það er bara geggjað. Myndi ég mæla með macros? Klárlega, fyrir alla. Af því það eru svo margar hliðar á þessu. Ég hef alltaf verið algjört jójó, þyngdin upp og niður, ekkert jafnvægi. Þegar ég byrjaði á macros þá í fyrsta skipti á ævinni náði ég þessu jafnvægi sem ég er búin að þrá svo lengi, næ að viðhalda þyngd, viðhalda orkustigi og bara aldrei liðið betur.“