Æfingaprógram ITS!! Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að allir sem byrja í prógraminu okkar í haust fá 8 vikna æfingaprógram í kaupbæti. Við fengum hinn margreynda og virta þjálfara Unnar Helgason til þess að setja saman einfalt en skilvirkt æfingaprógram. Æfingarnar eru þannig uppsettar að þú getur tekið þær hvar sem er og með lágmarks búnaði. Þetta æfingaprógram hentar vel þeim sem vita ekki hvað þeir eiga að velja, eru að byrja aftur og eða þeim sem vilja fá frábærar auka æfingar með sinni hreyfingu.