Katrín Edda er búin að vera hjá ITS macros í rúmt ár (frá sumar 2020) með hléum. Hef lengi pælt í og fylgst með macros og lært um það en það sem mér finnst heillandi við ITS er að þetta er ekki bara macro þjálfun heldur líka markþjálfun og þjálfun í andlegri heilsu sem er eitthvað sem mér fannst mjög mikilvægt. Það sem mér finnst líka rosalega gott við ITS er að það er rosalega gott aðhald og þú færð alltaf feedback ef þú ert með spurningar þannig að ég er rosalega ánægð með árangurinn sem hefur fylgt þessu. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði að tracka macros var í rauninni hversu mikið þú mátt borða. Til þess að láta þetta passa inn í tölurnar þá áttarðu þig á því að þú þarft kannski að borða meira en þú hefðir haldið. Ég mæli klárlega með ITS macros, þetta er í raun ekki bara macro þjálfun heldur, samfélagið er náttúrulega eitt, en þarna ertu með markþjálfun þannig að þetta er í raun alveg fyrir hvern sem er. Hvort sem þú ert að reyna að bæta heilsuna þína, verða betri í æfingum, létta þig, þyngja þig, halda þér eða læra almennt á mataræði.