Það er magnað hvað orkan hefur breyst

Þetta hefur verið frábær upplifun í alla staði að fá að kynnast macros, hvað það gengur út á, fá hvatningu og sjá bætingar. Ég bjóst alls ekki við þessum breytingum þegar ég byrjaði fyrir 8 vikum síðan. Þó svo að nokkrir centimetrar og kiló hafa verið, þá finn ég fyrir svo miklum andlegum breytingum sem ég er stoltust af. Það hafa verið „ups and downs” á þessu ferðalagi, en ég er stolt að halda áfram þar sem í mínum augum er þetta langhlaup en ekki spretthlaup. Það er magnað hvað orkan hefur breyst, ég er farin að eiga auðveldara með að vakna og hafa orku yfir daginn. Einnig hefur hugsunarhátturinn breyst á þessum 8 vikum, sem dæmi þá fann ég allar þær afsakanir sem ég gat til að hreyfa mig ekki, taka frekar stræto í vinnuna og hreinlega nennti ekki að hugsa um mig. Í dag þá ,,creiva” ég að hreyfa mig, er farin að hjóla í vinnuna og yfirhöfuð bara miklu glaðari en ég var. Bara takk ITS samfélag að hafa hjálpað mér að koma mér á rétta braut og ætla ég svo klárlega að halda áfram því þetta er svo gaman <3 þið eruð æðisleg. Gæti alveg haldið endalaust áfram að skrifa haha! - Emilía Heiða Þorsteinsdóttir