ITS er nefnilega ekki bara macros þjálfun heldur líka markþjálfun og í rauninni andleg einkaþjálfun!

Það tók mig uppundir heilt ár að láta verða af því að skrá mig hjá ITS. Ég hætti alltaf við og fann ýmsar afsakanir, það var ekki réttur tími, þetta var svo mikið mál, ég hefði ekkert að gera með að telja macros og hitt og þetta kom í veg fyrir að ég tæki stökkið. Svo þegar ég sá þau auglýsa námskeið fyrir 50+ með enn betra utanumhaldi þá hoppaði ég á vagninn. Ég hef undanfarna mánuði glímt við gríðarlegt orkuleysi og svefnerfiðleika sem má rekja til mikils álags og veikinda á heimilinu, orkuboltinn sem ég var. Ég var meira að segja hætt að hreyfa mig af einhverju viti sem er ekki gott og augljóst merki um að eitthvað þurfi að gera! Ég var einfaldlega ekki ánægð með á hvaða stað ég var komin.
Ég ætla ekki að reyna að segja að allt hafi orðið gott um leið og ég byrjaði að telja macros. En fljótlega fann ég mun á svefninum og orkan hefur aukist verulega nú þegar ég er búin að telja macros í 6 vikur eða svo. Ég elska þetta pepp og utanumhald, það er svo hvetjandi að hafa einhvern sem er alltaf tilbúinn til að stappa í þig stálinu, hvetja þig áfram og hrósa fyrir það sem vel er gert.

Stundum varð ég hreinlega meyr yfir því hversu fallega ég var hvött áfram. Eftir fyrsta námskeið gat ég ekki hætt og ætla að halda áfram og áfram.
Ég borða oftar og meira og í réttri samsetningu, fyrir vikið er ég orkumeiri, framtakssamari, sef betur og líður bara almennt mun betur með sjálfa mig og það er ekki lítil bæting á lífsgæðum.

ITS er nefnilega ekki bara macros þjálfun heldur líka markþjálfun og í rauninni andleg einkaþjálfun! Það sem svo toppar þá þekkingu sem ég hef tileinkað mér er það að þetta var bara alls ekki mikið mál og ég mun geta nýtt mér þetta alltaf! Þau eru líka endalaust dugleg að leysa úr vandamálum, ráðleggja og svara spurningum.
Aðgengið er alltaf gott og þau svara um hæl ef einhverjar spurningar koma upp. Ég mæli svo heilshugar með því að allir prófi að telja marcros, hvort sem er til að létta sig, þyngja sig, læra að borða rétta samsetningu, bæta orkuna, svefninn eða bara til að vera með í þessu skemmtilega samfélagi.
Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki gert þetta miklu fyrr! Það er nefnilega alltaf rétti tíminn til að láta sér líða betur.

– Birna Blöndal