Hef sjaldan æft jafn mikið og á þessum 8 vikum því orkan hefur sjaldan verið jafn mikil

Áður en ég byrjaði að telja macros var ég bara að borða mjög venjulegan mat og ekkert að pæla hvað ég þyrfti mikið af hverju. Eftir að ég byrjaði á námskeiði hjá ITS macros kom það mér mjög mikið á óvart hvað ég fann mikin mun á mér orkulega séð og miklu ferskari í líkamanum. Bara það að vera að borða í hlutföllum sem henta mér fannst mér líkaminn vera miklu fljótari að recovera eftir æfingar og hef sjaldan æft jafn mikið og á þessum 8 vikum því orkan hefur sjaldan verið jafn mikil. Það sem hvatti mig til að halda áfram var munurinn sem ég fann fyrir þegar ég var að borða rétt þannig þá sækist maður alltaf í það. Á þessum 8 vikum missti ég 6kg og er það fram úr væntingum og er ég mjög sáttur og mun klárlega halda þessu áfram.