Halldóra Fanney lærði svo margt

Halldóra Fanney er heldur betur búin að læra hvað það er sem telur hvað mest. Hún er búin að læra leikinn og átta sig á að þetta snýst ekki um að eiga fullkominn dag, dag eftir dag. Þetta snýst um að halda góðu jafnvægi og gera þetta að lífsstíl því þegar við endumst lengi í einhverju verðum við bara fjandi góð í því. Halldóra Fanney er svo sannarlega góð í macros leiknum. Myndirnar og textinn hennar talar sínu máli🙌🏼

Hún er enn going strong hjá okkur og hvergi nærri hætt og fjárfesti í hálfsárs bindingu. Af því að:

ÞAÐ ER ENGINN KVÓTI Á ÁRANGUR. ÞETTA ER BARA SPURNING UM HVAÐ ÞÚ VILT FARA LANGT OG AÐFERÐIN ER EITT SKREF Í EINU…

👇🏼
„Ég hafði verið að hreyfa mig mikið í tæpt ár en hafði ekki verið að sjá þann árangur sem mér fannst ég eiga skilið þegar ég ákvað að skrá mig hjá Inga Torfa og co. Strax á fyrsta mánuðinum sá ég árangur sem ég var orðlaus yfir.
Ég gæti ekki mælt meira með næringaþjálfuninni hjá ITS. Ég hef lært svo margt varðandi innihald matvæla og hvað sé best fyrir mig. Ég hef vissulega fallið og alls ekki verið 100% alla daga, en þegar ég hef átt erfitt hef ég leitað til ITS og fengið pepp til að halda áfram og gera enn betur.
Eftir að hafa verið hjá ITS þá veit ég að ég mun ekki falla af lestinni afþví mér hefur aldrei liðið betur líkamlega og huga betur að andlegu heilsunni. Mér hefur heldur aldrei þótt auðveldara að halda góðri og heilbrigðri rútínu og hef aukna orku út í daginn!“

Halldóra Fanney