Saga Gumma er saga sem varð að segja og hún er hér:
vað er hægt að segja um Guðmund Egil? Myndirnar tala svo sannarlega sínu máli en það er samt ekki nóg. Dagurinn sem Gummi og @jonnitor komu upp að mér í Crossfit Akureyri og sögðu í hálfkæringin “getur þú ekki kennt okkur hvernig á að gera þetta?” fékk mig til að hugsa. Ég ætti kannski að prufa að bjóða uppá þessa þjónustu. Kenna fólki macros. Hér erum við 11 mánuðum síðar. Þetta er í dag 200% vinna hjá mér og Lindu Rakel og ekki nóg með það þá erum við með dásamlegt fólk í vinnu hjá okkur við það að aðstoða fólk við það að breyta um lífsstíl.
Við Gummi og Jonni æfðum yfirleitt á sama tíma en þeir voru talsvert grimmari að æfa en ég. það hafði alveg hvarlað að mér að kannski væri gaman að kenna þeim aðeins á macros og að útborguð laun væru talsvert hærri ef maturinn væri on point. Það sem gerðist eftir það@er eins og lygasaga.
Þessi texti og þessar myndir tala fyrir sig. Við erum rosalega montin af því að hafa verið partur af þessu ferðalagi hans Gumma og sjá þessa ótrúlegu breytingu sem hefur orðið. Gummi þú ert einfaldlega geggjaður og svo frábær fyrirmynd fyrir svo marga sem eru í sömu stöðu og þú varst í fyrir í raun bara nokkrum mánuðum. Þetta sýnir okkur að RÉTTA vinnan, þolinmæði og þrautseigja er lykillinn.
Takk Gummi og Jonni❤️
Skoðið þessar myndir þær tala sínu mál