Ég hlakka til að borða hverja einustu máltíð, þetta hefur gefið mér svo mikla matargleði.

Hvar á èg að byrja? Þetta er búið að vera skemmtilegar 8 vikur og hlakka bara til að halda áfram. Fyrstu 3 vikurnar voru allskonar, krefjandi að vera á ferðalögum og vera í fríi. Komu dagar þar sem ég varð örg og langaði bara að hætta. En með stuðning og hjálp frá hinum helmingnum hafðist þetta. Það sem ITS macros er búið að gefa mér er margþætt. Meiri orku fyrst og fremst. Ég er léttari í skapinu, meira hormónajafnvægi. Ég hlakka til að borða hverja einustu máltíð, þetta hefur gefið mér svo mikla matargleði. Ég sæki minna og minna í óhollt, kökur og nammi sem ég hélt ég gæti aldrei þar sem ég er algjör sætindagrís. Búin að missa 3 kg og 28 cm! Segir allt sem segja þarf! Þakklát fyrir að hafa hoppað á macros lestina.

– Þórgunnur Lilja Jóhannesdóttir