Að telja macros og gera sér þannig grein fyrir samsetningu fæðunnar er lífsstíll, ekki megrun

Ég er mjög þakklát fyrir ITS Macros 🙏 ég byrjaði á námskeiði hjá þeim 28. febrúar sl. (fyrir rúmu hálfu ári) og fékk þá uppgefnar tölur miðað við mig og mitt markmið.

Eins og hjá fleirum á mínum aldri (50+) höfðu kílóin læðst utan á mig svo ég var orðin þyngri en mig langaði til. Ég taldi mig borða nokkuð hreint fæði og drekka vel af vatni (sem ég gerði) en fannst ég ekki hreyfa mig nóg. Eftir ýmsar tilraunir var ég farin að halda að svona væri þetta bara en viti menn, nú fór eitthvað að gerast. 11. júlí sl. var ég búin að ná upphaflega markmiðinu sem var að létta mig um 11 kg. Þrátt fyrir að hreyfing hafi verið í lágmarki á þessu tímabili og vinnan farið fram við skrifborð. Nú er markmiðið að létta mig um 7 kg í viðbót, í síðustu vigtun voru 13,7 kg alls farin.

Ég er farin að passa í gallabuxur sem ég var löngu hætt að nota og þarf að passa mig að kaupa ekki of stór föt – ég veit, lúxusvandamál 😉 Ég finn vel hvað ég er mikið léttari á mér og að orkan hefur aukist, þá verður líka auðveldara að hreyfa sig.

Mesti lærdómurinn er hvað það er nauðsynlegt að borða meira prótein og trefjar en þar kemur morgunrútínan mín sterk inn 💜

Að telja macros og gera sér þannig grein fyrir samsetningu fæðunnar er lífsstíll, ekki megrun 🙏

– Kristbjörg Sigurðardóttir