ITS Macros appið
Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að appinu okkar sem bætir samskipti okkar og upplifun ykkar og gerir allt miklu skemmtilegra og meira spennandi! Við erum gríðarlega stolt af því að geta boðið þetta sérsmíðaða og sérhannaða app sem tekur á öllum okkar þörfum.
Appið er að sjálfsögðu í boði fyrir alla okkar viðskiptavini og fyrir bæði iphone og android síma.
Appið, sem er eitt sinnar tegundar á íslandi, heldur utan um hvern og einn viðskiptavin og ferðalagið hans að bættri heilsu. Í appinu er dagleg skráning á næringarinntöku – próteinum, kolvetnum, fitu og trefjum – hreyfingu, svefn, líðan, skapi, vatnsdrykkju og fleiru. Auk þess eru ýmiskonar verkefni sem snúa að hugarfari, venjum og bættum lífsstíl.
Í appinu eru kennslumyndbönd og fræðsla, æfingaprógröm, hlaupaprógram, teygjur, hugleiðsla, jóga, fræðsla um öndun og kælingu og margt margt fleira.
Auk alls þessa verðum við með ýmsa pistla, uppskriftir, pepp, innkaupalista og annað sem gerir þetta eins auðvelt og hugsast getur.
Okkar þjálfun er óháð aldri, hreyfingu og markmiðum og má því segja að nálgun ITS Macros henti öllum þeim sem sækist eftir einhverjum af eftirfarandi þáttum:
– Bæta almenna heilsu, bæði líkamlega og andlega
– Bæta við sig þekkingu tengt mat, mataræði og heilsu
– Læra inn á sjálfa/n sig og nýja og góða siði
– Koma hreyfingu inn í daglega rútínu
– Bæta hugarfar og jákvæða hugsun
– Viðhalda eða auka hreyfingu
– Bæta endurheimt
– Læra að það er enginn matur bannaður
– Skilja og læra á mat í eitt skipti fyrir öll
– Léttast eða lækka fituprósentu
– Finna aukna orku og starfsgetu
– Auka vöðvamassa
– Þyngjast
– Bæta frammistöðu á æfingum eða í íþróttum
– Prufa nýja hluti og taka áskorunum
– Verða betri útgáfa af sjálfum sér
– Vera partur af frábæru samfélagi
– Læra að leyfa sér
Listinn er síður en svo tæmandi en þessi upptalning er hluti af því sem viðskiptavinir ITS Macros hafa nefnt sem ávinning af því að hafa verið hjá okkur í þjálfun.
Þjálfun og samskipti
Á þjálfunartímanum er hægt að senda skilaboð á þjálfarateymi ITS Macros 6 daga vikunnar. Við veitum afar persónulega þjónustu og erum alltaf til taks. Í appinu verður einnig hægt að skrifa athugasemd til okkar á hverjum degi og við svörum þeim í appinu.
Fundir
Í upphafi þjálfunar höldum við fræðslufund fyrir starfsfólk þar sem við förum yfir hugsunina og okkar aðferðafræði. Þetta er um 90 min peppfundur til þess að koma öllum í gírinn.
Samfélagið
í samfélaginu okkar á facebook eru margir viðburðir fyrirhugaðir á vorönn 2023. fyrirlestrar, áskoranir og hreyfiviðburðir. Við teljum að ein af megin ástæðum þess að fólkið okkar hefur náð jafn góðum árangri og raun ber vitni sé sú að við höldum vel utan um okkar hóp og leggjum okkur fram við að hafa hlutina skemmtilega og gerum þetta saman.

