ITS Bolognese

Við köllum þennan „þjóðarrétt ITS“ og ekki að ástæðulausu því við eeeelskum bolognese. Svo einfaldur en góóóður!

ÞJÓÐARRÉTTUR ITS – BOLOGNESE

200 g spaghettí
10 g Avocado olía
400 g Bolognese sósa
½ teningur nautakraftur
300 g ungnautahakk
Lúka af ferskri basíliku
Ferskur parmesan
Klettasalat eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk

Sjóðið vatn í stórum potti og setjið Avocado olíuna út í vatnið ásamt salti. Sjóðið spag-hettíið eftir leiðbeiningum á pakka. Steikið hakkið á pönnu og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið Bolognese sósuna í potti og setjið nautakraftinn út í. Hellið Bolognese sósunni út á pönnuna með hakkinu þegar hún hefur fengið að malla í smá stund. Bætið síðan Spaghettíinu út á pönnuna þegar það er tilbúið.

Þegar búið er að skammta á diskana er ferskum, rifnum parmesan dreift yfir ásamt basilíku og klettasalati.

Uppskriftin er fyrir tvo.

Í einum skammti eru:

78gr kolvetni
21gr fita
45gr prótein

Þessi uppskrift birtist í bókinni okkar, Betri útgáfan, hún fæst á netinu og í öllum betri bókaverslunum landsins.