Ingi Torfi, stofnandi
Ingi Torfi er viðskiptafræðingur, löggiltur fasteignasali, markþjálfi og er að ljúka WAG Nutrition Coach Certification námi. Hann hefur talið macros í 6 ár og hefur auk þess mikla reynslu af íþróttum. Hann hefur meðal annars stundað og keppt í crossfit í 11 ár.
Linda Rakel, framkvæmdastjóri
Linda Rakel er viðskiptafræðingur og markþjálfi og hefur talið macros í 6 ár með góðum árangri. Mikill lærdómur og reynsla þar sem hefur skilað sér á þeim tíma. Hreyfing, heilsa og bætt líðan er það sem drífur hana áfram.
Kristín Sif, þjálfari
Kristín Sif er útvarpskona, Crossfitþjálfari og boxari. Hún hefur talið macros í 5 ár og elskar að sjá árangurinn og jafnvægið sem kemur með því að fylgjast með mataræðinu og borða rétt. Kristín elskar allt snýr að bætingu og að hjálpa öðrum að bæta sig á líkama og sál. Hún reynir alltaf að sjá tækifæri og það góða í öllum aðstæðum. Hún er ljúft hörkutól sem hefur gaman að því að prufa nýja hluti.
Sólveig Hulda, þjálfari
Sólveig Hulda er með B.A. í ferðamálafræði, diplómu í viðburðastjórnun og er að ljúka námi í hóptímaþjálfun. Sólveig starfar sem þjálfari hjá Norður og hefur talið macros með hléum í 5 ár með góðum árangri. Lærdómur og reynsla hefur skilað sér í kjölfarið. Helsti ávinningur Sólveigar við að telja macros er aukin og jafnari orka yfir daginn, betri líðan og bætt sjálfsmynd. Sólveig hefur keppt tvisvar sinnum í fitness og hefur mikinn áhuga á líkamsrækt, crossfit og öllu sem snýr að hreyfingu, heilsu og næringu.
Inga Birna, þjálfari
Inga Birna er menntuð ÍAK Einka- og Styrktarþjálfari og hefur unnið sem þjálfari síðastliðinn áratug, hún er einnig með næringarþjálfunarréttindi L1 frá Precision nutrition ásamt yogakennararéttindum. Hún er íþróttakona í BJJ eða Brasilísku jiu jitsu og hefur keppt bæði hérlendis og erlendis, einnig er hún fyrsta íslenska konan til að öðlast svarta beltagráðu í íþróttinni. Allt sem viðkemur BJJ, ásamt almennu hreysti og heilsu er ein helsta ástríða hennar. Hún hefur talið Macros í 6 ár, er það einn af þeim lykilþáttum í daglegu lífi hjá henni og hefur hjálpað henni mikið í því að passa upp á að hafa næga orku, aukið afkastagetu á æfingum og haft almennt haft góð áhrif á líðan.
Kristjana, þjálfari
Kristjana er gift, tveggja barna móðir í Mosfellsbæ. Henni þykir gaman að taka ljósmyndir og hefur einnig lokið grunni í margmiðlun. Hún starfar í fjármálageiranum og hefur gert sl. 15 ár og tölur er því ekki að vefjast fyrir henni. Kristjana er ekki ókunn Macros talningunni og fyrri hluta ársins 2023 ákvað Kristjana að prufa Macrosþjálfunina hjá ITS Macros og hefur síðan þá bætt þekkingu á næringu og innihaldi matvara enn frekar, ásamt því að hafa bætt orku og líðan svo um munar. Hreyfing hefur alltaf verið stór hluti af hennar lífi en í dag eru það fjallgöngur eða utanvegagöngur og hjólreiðar sem eiga hug hennar allan.
Inga Þóra, þjálfari
Inga Þóra (37 ára) er íþróttafræðingur og íþróttakennari, með diplóma í einkaþjálfun og Crossfit þjálfara rettindi. Inga hefur talið macros síðan í október 2020, með góðum árangri líkamlega og andlega! Aukin orka, betri afköst á æfingum og léttari lund voru helstu ávinningar Ingu á macros. Hún hefur starfað við heilsugeirann í yfir 20 ár meðal annars sem Bootcamp, Crossfit og einkaþjálfari, auk þess að hafa keppt sjálf á Heimsleikum og Evrópuleikum i Crossfit. Inga brennur fyrir að hjálpa fólki að vera besta útgáfan af sjálfu sér.
Nanna Lind, þjálfari
Nanna Lind er lögreglumaður og viðskiptafræðingur sem starfar sem rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum ásamt því að stunda M.Sc nám í Stjórnun og stefnumótun. Hún stundar einnig Crossfit og útivist af miklum krafti og hefur talið macros í 3 ár með góðum árangri, bæði líkamlega og andlega. Helsti ávinningur Nönnu á macros var að upplifa mikilvægi jafnvægis hinnar heilögu þrennu: svefns, næringar og hreyfingar. Nanna leggur mikið upp úr því að leita nýrra leiða til að gleðja bragðlaukana og telur lífið of stutt fyrir endalaus boð og bönn.