Síðast uppfært: 13. maí 2021
ITS Macros ehf. (hér eftir nefnt “ITS”) selur aðgang að skráningarsvæði og þjónustu í áskrift, gegn staðgreiðslu og með vefsölu. Áskrift þarf að segja upp nema annað sé tekið fram. Í boði er áskrift með eins mánaða uppsagnarákvæði (ótímabundinn samningur).
Skyldur ITS
ITS skuldbindur sig til að hafa skráningarsvæði sem samningur þessi veitir aðgang að opnar á meðan áskrift er í gildi.
ITS skuldbindur sig til að hafa í boði alla þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma.
Áskrift hjá ITS veitir áskrifanda aðgang að opnum kennslu/þjálfunartímum sem ITS býður upp á eftir því sem pláss leyfir. Áskriftin veitir hinsvegar ekki rétt til aðgangs að lokaðri kennslu og námskeiðum sem kann að vera boðið upp á gegn gjaldi.
Skyldur áskrifanda
Hver viðskiptavinur fær úthlutað aðgangi að skráningarsvæði. Aðgang þennan má einn sá nota sem um hann sækir. Umsækjandi er ábyrgur fyrir aðganginum. Það er með öllu óheimilt að framselja rétt sinn til annars aðila. Þá getur áskrifandi ekki geymt rétt sinn til skemmri eða lengri tíma með því að leggja inn áskriftina.
Misnotkun á skráningarsvæði eða þjónustu, s.s. birting eða fjöldadreifing ósiðlegs, ólöglegs eða ærumeiðandi efnis varðar við lög. Áskrifanda er óheimilt að vista á skráningarsvæði sínu efni sem brýtur í bága við íslensk lög. Vistun á gögnum sem varin eru af höfundarrétti er stranglega bönnuð.
Áskrifanda ber að öllu leyti að virða þær umgengnisreglur sem settar eru áskrifendum á internetinu, þ.m.t. reglur sem gilda á öðrum hlutum þess og þær notkunarreglur sem heildarsamtök aðila að internetinu setja. Sé áskrifandi fyrirtæki eða félagasamtök skuldbindur hann sig til þess með undirritun sinni a tryggja það að umgengnisreglur þessar og afleiðingar brota á þeim séu brýndar fyrir öllum sem internettenginguna nota.
Greiðsla í áskrift
Áskriftin er fyrirframgreidd um einn mánuð, því er stundum um tvær greiðslur að ræða fyrsta mánuðinn. Síðasti mánuður áskriftarinnar er þá ekki rukkaður.
Gjaldtaka byrjar frá þeim degi sem að viðskiptavinur fær skráningarsvæðið eða þjónustu afhenta. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðist í byrjun hvers mánaðar óháð kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð nýtingu. Uppsagnafrestur er einn mánuður og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.
Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun hvers mánaðar með sjálfvirkri kröfu í banka. Gjaldið er innheimt, óháð nýtingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.
Takist ekki að innheimta fyrir mánaðargjaldinu, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef 14 dagar eru komnir frá eindaga kröfu eða tveir mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Innheimta fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr skuld hefur verið greidd að fullu.
Verð og gjaldtaka
ITS áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki ITS gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.
Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.
Uppsögn
Hægt er að segja upp ótímabundnum samningum með því að senda tölvupóst á its@macros.is, tímabundnum samningum er ekki hægt að segja upp. Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti. Mánaðargjöld eru ekki endurgreidd, óháð notkun.
Annað
Brot á ofangreindum skilmálum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.
ITS áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur.
ITS áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bréf og/eða tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.
ITS áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 2 mánuði.