Mér finnst programmið frábært og er svo þakklát fyrir þann stuðning sem þið sýnið. Ég viðurkenni að ég hugsaði um leið og ég skráði mig tilfinninguna ,,æj hvað er ég búin að gera, enn eitt ruglið og ég mun ekki nenna þessu”. Skráði mig í byrjun sumarfrísins, sem var eftir á að hyggja ein besta ákvörðunin því ég hafði tíma (þegar við vorum heima) til að grúska, spá, læra og spegulera. Hef kannski ekki verið með 10 í einkunn með að fylla inn í skjalið en ég finn að ég er svo MIKLU meðvitaðari, neita mér ekki, ekkert bann, bara smá hagræðing. Ég kunni EKKERT og er enn að læra en vá hvað mér finnst ég samt klár núna eftir þessar 8 vikur haha. Orkan er svo allt önnur og ég finn alveg mun þá daga sem ég hef ekki hagrætt almennilega- þá finn ég fyrir skyndihungri sem er minn óvinur. Ég ákvað strax þegar ég byrjaði að þetta skyldi verða langhlaup og sýna sjálfri mér mildi og ég er svoooooo þakklát því orkan er mögnuð og vigtin mjakast þótt hægt sé. Ég þarf að æfa mig í að hagræða enn betur ohh ég get ekki hætt að dásama ykkur. Sem streituráðgjafi þá elska ég nálgunina ykkar, engar óraunhæfar kröfur! Hlakka til að sjá hvað komandi ár hefur uppá að bjóða – jebb ég er komin á framhaldsvaginn! Stórt takk og stórt hrós til ykkar allra
– Helga Hrönn Óladóttir