Við leggjum okkur fram við að halda vel utan um okkar viðskiptavini og veita gott aðhald í gegnum þetta ferli. Viðskiptavinurinn hefur alltaf aðgang að okkur í gegnum skilaboð á Facebook síðunni okkar. Þar erum við alla daga frá 9-19 fyrir utan sunnudaga. Við elskum að hjálpa þér.
Glænýtt og vandað App mun halda utan um þitt ferðalag. Í Appinu skráir þú hina ýmslu hluti sem snúa að þinni heilsu og lífsstíl, svo sem þyngd, svefn, líðan, æfingar, vatnsdrykkju, skap, macros tölur o.s.fr. á hverjum degi. Auk þess þarft þú að leysa nokkur verkefni í hverri viku sem snúa að betri rútínu, venjum, þakklæti, bættri andlegri líðan of fleira. Þú munt þurfa að taka ákveðnum áskorunum og líta inná við. Þessi verkefni hafa reynst afar vel og fólk fundið mikinn mun á sér andlega. Við leggjum áherslu á þessi verkefni og að svara þeim vel.
Það sem er kannski mikilvægast er að við bjóðum upp á að aðstoða þig við að finna lausnir á þeim tímapunktum sem þetta verður erfitt og/eða þegar viðburðir eða breytingar í þínu lífi hafa áhrif á rútínuna. Þar kunnum við að finna lausnir! Það er oft á þessum tímapunkti sem við gefumst upp og förum í gamla farið. Þá er nauðsynlegt að fá aðhald og gott pepp. Þar erum við best.
ITS námskeiðið hefur hjálpað okkar viðskiptavinum að ná ótrúlegum árangri bæði líkamlega og andlega. Í upphafi færðu sendan tölvupóst og glærur með upplýsingum um það hvernig við förum af stað. Í vikunni áður en þú byrjar mætir þú á fyrirlestur sem er um 90 mín þar sem Ingi Torfi fer yfir það hvernig við hugsum þetta og hvetur þig fyrir komandi vikur. Þú færð þínar tölur sem þú munt vinna með í þjálfuninni. Þú færð aðgang að Appinu sem er uppfullt af fróðleik og áskorunum. Þar fer þín skráning fram og þar færðu svör og viðbrögð við þinni frammistöðu.
Í programinu færðu gott aðhald og erum við alltaf tilbúin að aðstoða þig þegar þú leitar ráða hjá okkur. Aðgengi að þjálfurum er eins og áður segir í gegnum skilaboð bæði í skjalinu og Facebook síðunni. Frábær verkefni og áskoranir í hverri viku þar sem þú færð yfirferð frá okkur. Aðgangur að frábærum facebook hóp. Hópurinn hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt en þar eru meðlimir alltaf tilbúnir að aðstoða hvern annan. Einnig eru ýmsar áskoranir og leikir. Þar koma tilkynningar um fyrirlestra sem við höfum skipulagt næstu mánuðina. Fyrirlestrarnir eru ýmist peppfundir með Inga Torfa eða fræðandi og skemmtilegir fundir frá gesta fyrirlesurum.