365 grauturinn

Geggjaður grautur hvort sem er á morgnana eða öðrum tímum dags. Hafrar eru gríðarlega góð kolvetni, þarf ekki mikið til að metta og eru trefjaríkir.

105 g haframjöl
20 g chia fræ
150-250 ml haframjólk
4 g lífrænt kakó
25 g rúsínur
1 stór banani
½ epli
50-60 g frosin bláber

Setjið haframjölið og chia fræin í pott og blandið haframjólkinni út á. Bætið við vatni ef þörf krefur. Hitið og leyfið höfrunum og fræjunum að taka við sér áður en kakói, rúsínum og hálfum banananum er bætt við. Hrærið þar til áferðin sem þú kýst kemur fram og setjið grautinn í skál. Skreytið með hinum helmingi bananans, eplinu og bláberjunum. Ef vill má setja frekari bragðbæti á toppinn, ristaðan kókos, kakónibbur, jógúrt, ber eða aðra ávexti.

Einn skammtur

114 gr kolvetni
20,5 gr fita
20 gr prótein

Þessi uppskrift birtist í bókinni okkar, Betri útgáfan, hún fæst á netinu og í öllum betri bókaverslunum landsins.